Playlist
Íslensk þáttaröð um þær Steineyju og Sigurlaugu sem vita ekkert hvert þær stefna í lífinu. Í þáttunum kynnast þær hvaða nám og störf standa ungu fólki til boða og fá nasasjón af ýmiss konar starfsframa. Dagskrárgerð: Arnór Pálmi Arnarsson. Framleiðsla: Sagafilm.Þarf maður að mennta sig? Er eina menntunin sem er einhvers virði, sú sem maður sækir í skóla? Er skólakerfið í takt við nútímann? Er eitthvað hallærislegra en að segjast vera í skóla lífsins?
Nýir íslenskir lífstíls- og matarþættir þar sem þeir Dóri DNA og Gunnar Karl Gíslason, Michelin-kokkur, ferðast um landið, kynnast áhugaverðu fólki og fræðast um menningu, listir, mat og nýsköpun í nýtingu auðlinda. Á leið sinni á hvern áfangastað safna þeir hráefnum sem Gunnar Karl nýtir til matreiðslu í lok hvers þáttar með dyggri aðstoð heimamanna. Leikstjórn: Hannes Þór Arason. Framleiðsla: Gamli Blakkur, Fígúra og Lilja Jóns.Gunnar Karl tekur á móti Dóra á flugvellinum á Akureyri og þeir félagar fara á heimaslóðir Gunnars á Norðurlandi. Þeir fara meðal annars á Öngulstaði, Hauganes, Siglufjörð og Velli í Svarfaðardal og gæða sér á kræsingum hvar sem þeir koma. Á Völlum ákveða þeir að blása til veislu fyrir nágrannana í gamla fjárhúsinu.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit er sögufrægur staður. Þar var á öldum áður kaþólskt klaustur sem hafði mikil ítök. Fyrir 80 árum fann fimm ára strákur kertastjaka og styttu við kirkjuna sem hafa verið í hans fórum síðan. Getur verið að þessir hlutir séu frá tímum klaustursins? Við rannsökum málið og kynnum okkur merka sögu klausturhalds á Íslandi.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit er sögufrægur staður. Þar var á öldum áður kaþólskt klaustur sem hafði mikil ítök. Fyrir 80 árum fann fimm ára strákur kertastjaka og styttu við kirkjuna sem hafa verið í hans fórum síðan. Getur verið að þessir hlutir séu frá tímum klaustursins? Við rannsökum málið og kynnum okkur merka sögu klausturhalds á Íslandi.